Laugardagskvöld á nýlátnu tungli, stöku stjarna skín í gegnum skýjarof og sjórinn er spegilsléttur. Nú er glatað tækifæri til að fara með svefnpokann sinn út á tún og horfa á stjörnurnar og hlusta á lognið kitla fjörustein. Ég á nefnileg engann svefnpoka og þó mig langi til að taka létt næturflipp og kveikja upp í gamla miðstöðvarkatlinum mínum sem ég ætla að nota sem úti arinn nenni ég ekki út ein. Kannski kemur að því að ég taki með mér dún- og varpoka (bívak) austur til að geta framkvæmt svona heimskulegar hugdettur, kannski bara strax eftir áramót. Hér er líka forláta nýuppgerður sjóskúr sem væri ljúft að útbúa sér koju í og sofa nærri því í flæðarmálinu, ég þyrfti að taka aðeins til í honum og breyta honum í gestahús.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli