hefði meiri tíma skyldi ég blogga um öll heimsins vandamál, nú eða mín persónulegu viðkvæmu einkamál. (skrök og ýkjur eins og venjulega) En ég hef lítinn tíma því ég á að vera að vinna en ekki hanga á netinu.
Vinna já, það er töfraorðið, ég hef nefnilega vinnu. Vinnu sem ég get ýtt á undan mér að miklu leyti þegar ég sinni náminu og get svo gengið að vísri sem sumarvinnu. Auðvitað þarf ég að sinna henni þess á milli en bara ákveðnum atriðum, svona því nauðsynlegasta. Nú hef ég tíma og þarf að yfirvinna frestunaráráttuna og vinna í eins og sex tíma áður en ég dembi mér í félagsleg samskipi á kaffihúsum og leshringjum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli