Ég fékk þau ummæli um daginn að ég færi of mikið út um víðan völl í ritgerðar uppkasti. Þetta er eiginlega minn heimur í hnotskurn og nú langar mig óskaplega að halda áfram með orkeringar síðu sem ég byrjaði á einu sinni. Ég kemst ekki inn á síðuna, notendanafn og lykilorð er gleymt og löngu búið að loka póstfanginu sem ég skráði þar inn. Hvað er til ráða? Jú stofna nýja síðu og byrja upp á nýtt. Það endar auðvitað með því og kannski í miðjum prófum.
Framhald!
Mér tókst að finna notendanafn og lykilorð og eyddi allt of löngum tíma í dag í að duna mér í þessari blessaðri síðu sem var orðin voða úrelt.
Þetta kemur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli