11. nóvember 2012

Kvef


Það hefur einhver skólaálfurinn smitað mig af kvefi og ég sem fæ aldrei kvef!
Annars hef ég verið að velta fyrir mér hinu og þessu sem kallar á ítarlegar færslur á blogginu, bæði OMG færslur, súrrealískar færslur, færslur um húmorsleysi konu sem þurfti, vegna kynferðis, að sætta sig við mismunun í skólakerfinu sem barn og unglingur. Það þarf sérstaka færslu um hvað ákveðin veikindi færa menn upp um mörg sæti á vinsældarlistanum en bati í gagnstæða átt   (það hefur til dæmis enginn fært mér hitapoka í ár, sem betur fer ég á nóg af þeim). Svo var það kvíðvænlegi tíminn á LHS í fyrramálið.

Þessi er í vinnslu en auðvitað í allt öðrum litum
En ef það er ekki námið sem dregur úr blogg dugnaðinum þá er það kvefið eða handavinnan, ég er loksins farin að orkera aftur. 

Fyrir liggur að byrja að læra um íslenskt mál að fornu og ég get ekki sagt að ég hlakki til þess kafla í namsefninu og svo þarf ég að yrkja eins og eitt ljóð. Að yrkja er góð skemmtun nema eftir fyrirmælum. 

Svo er ég farin að sofa úr mér kvefið. 


1 ummæli:

Harpa sagði...

Það er klassakennari í ísl. mál að fornu ... sem er viss huggun þótt ég geti ekki sagt að námsefnið sé skemmtilegt ... að mér fannst á sínum tíma. Þú birtir vonandi mynd af orkeringsstykkinu þegar það er tilbúið?