Ég hef verið haldin bloggfælni á háu stigi allan júní mánuð og það virðist lítið lát á því. Ég hef auðvitað ótal réttlætingar á takteinum eins og venjulega. Netlykilinn sem ég nota á Hamri er hægvirkur, (ég ætlaði að vinna á þeirri nettengingu en það gengur ekki upp), ég er á tveimur vinnustöðum og keyri nærri daglega á milli með mikinn farangur og svo framvegis. Aðalástæðan fyrir þessu er þó sú að þegar ég hugsa til þess að blogga dettur mér ekkert í hug til að segja, ótrúlegt en satt. Kannski hefst það upp úr því að hafa tvær facebook síður til að hanga á og hugsa um.
En ég er á leiðinni inn í Kollumúla (Lónsöræfi) í skálavörslu í tvær vikur og ekki blogga ég meira þá.
|
Stundum er sumarnóttin svo falleg að svefn er ekki valkostur |
1 ummæli:
Var á þínum slóðun en án þín og þakka kærlega fyrir okkur - hlakka til að sjá Kollamúla-blogg!!! Hér eru eitt stykki snagar, eitt sængurver og eitt lak sem tilheyra Hamri :-)
Skrifa ummæli