30. maí 2012

30. maí

Það er nóg af þessu á svæðinu
Allt með ró og spekt og vonandi kemst netsambandið á fljótlega svo ég geti hætt að keyra 30 kílómetra á dag milli tveggja vinnustaða og eins sauðburðar. (Nei, hann er ekki alveg búinn, bara næstum og það þarf að gera meira en bíða eftir að lömbin hrynji úr ánum, s.s. merkja, marka og sleppa fénu út)(ég fæ alltaf spurninguna  „Er hann ekki löngu búinn.“)

Það er búið að opna á Hamri svo nú verð ég að hafa fasta viðveru þar frá kl. 17 til 10 svo gestirnir komi ekki að tómum kofanum og það væri ekki verra að geta bara tekið með sér bókhaldið og bókað þar líka. 

Svo er það Norðfjörður um sjómannadagshelgina og það er verst að ég má eiginlega ekki vera að því að þvælast þangað. 

Engin ummæli: