Ég taldi fullvíst að ég væri komin með sjóriðu áðan þegar ég steig út úr bílnum eftir Héraðsheimsóknina. Núna hef ég áttað mig á að sjóriða er bundin við sjósókn en ég var á þurru landi. Þá er spurning hvort þessi tilfinning um að landið ruggi eða riði til of frá undir fótum manns eftir ökuferð kallist vegriða eða landriða. Ég er ekki viss. Veit bara að heimurinn er eitthvað óstöðugur.
Allir nema ég drifu sig fjárhúsin þegar við komum heim, ekki veit ég hvað þau geta dundað við þar núna því afleysingafólkið gaf á garðana í kvöld. Kannski hafa þeir svikist um að brynna. Ég hafði ekki orku í annað en gefa músinni brauð og ost.
Svo er hér uppáhalds engillinn minn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli