Næst vil ég fá að skoða aðstöðuna í Noregi. Það er sérdeildis munur að vinna hjá fyrirtæki með svona fjölbreytta starfsemi á mörgum stöðum.
Svo er auðvitað útbú á Laugarvatni. Ég var nærri búin að gleyma því. Það ætla ég samt ekki að skoða strax enda engin aðstaða önnur en bíllinn hjá píparanum þar.
Ég afrekaði líka að taka þátt í suðburðinum þegar ég hjálpaði lambi í heiminn en það eru nú síðustu forvöð að gera eitthvað að viti þarna úti í fjárhúsum. Ef þær hefðu ekki beytt svona margar upp í vetur væri sauðburður alveg búinn.
Svo kom ég Jónasi ræflinum í nýtt búr (krukku), það þéttist svo mikill raki innan á veggi og loft í fyrstu íbúðinni hans að hann var eins og hundur af sundi dreginn. Músar ræfillinn. En nú er hann í þurri og fínni íbúð, nýinnréttaðri. Ég lofa mynd seinna.
Mér finnst þetta bara góð afköst svo góð að ég ætla að taka mér frí á morgun, skreppa á næsta flugvöll og sækja eldra afkvæmið og fara með móður mína í leiðinni út að borða á Hótel Hallormstað í tilefni dagsins.
Niðurfærsla á kartöflum verður látin bíða helgarinnar enda óhemjugóð spá fyrir helgina.
Ég sé að fagorðanotkun bókarans smeygir sér inn í sakleysislegustu færslur en við leyfum því að eiga sig að sinni.
Svona í blá restina, ein mynd fyrir þá sem ekki eru á facebookinni minni.
![]() |
Hljómsveitarstjórnandinn frá Rómaborg |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli