27. maí 2011

Í þoku og rigningu

Komin heim í Austfjarðarþokuna og dauðlangar í miðnæturgöngu í súldinni en ég nenni því ekki. Ekki í nótt.
Ég nenni ekki heldu að skrifa langan gáfulegan pistili um dægurmálin, menninguna, sjálfa mig eða lyfjagjöfina á miðvikudaginn. Ekki um manninn sem synti hálfa leið yfir Ermasundið en gafst þá upp og synti til baka. Mér varð hugsað til hans þegar ég klárað 4. lyfjagjöfina af þessum 8  sem ég held að séu verstar.
Fyrir langa löngu síðan hafði ég afskaplega gaman af því að segja brandarann um sundmanninn. Og mín helsta skemmtun  var að fylgjast með viðbrögðum þeirra sem annað hvort fannst hann ekki fyndinn eða skyldu hann ekki, nema hvoru tveggja væri.
Þarna um það bil fyrir miðju er Þokustrákurinn á „ferð“, þetta er þó ekki tekið
í þokunni í dag.