Ég er frekar þungfætt þessa dagana. Bæði andlega og líkamlega. Hef stundum ekki nægan vöðvastyrk til að rétta úr bakinu og þegar ég er verst tygg ég með hléum til að hvíla kjálkavöðvana. Þessu fylgir sjálfsvorkun og hún er ekki góð.
Einhver líkti fráhvörfum eftir stóra steraskamta við ákeyrslu á vegg og ég held að það sé ekki fjarri lagi. Ætli það sé ekki hægt að trappa fólk niður af þessum fjanda.
Það sem eftir lifir kvölds á ég þriggja kosta völ. Fara að sofa strax, leggjast upp í sófa og grenja í eins og einn púða eða fara og ná mér í teikniblokk og teikna landakort af landi þar sem hvorki eru til sterar eða krabbamein.
2 ummæli:
hvað valdir þú svo..... ég vil sjá teikninguna ef hún fæddist.
Hehe, fann fjórða kostinn sem var að lesa mér til um steranotkun og Her2 krabbamein á internetinu.
Skrifa ummæli