22. mars 2011

Vilko

Annar í óþægindum og lystarleysi. Það er alveg nýtt fyrir mér að hafa bara engan áhuga á að borða mat og kaffi get ég ekki hugsað mér að drekka –verst ef ég fæ nú heiftarleg kaffifráhvörf ofan í allt annað– en ég reyni að pína í mig einn bolla á saumanámskeiðinu á eftir. Mig langar heldur ekkert í te. Mig langar barasta ekki í nokkurn skapaðann hlut nema meiri orku. Til að lenda ekki í slæmu sykurfalli eldaði ég dýrindismáltíð úr tvíbökum og pakka af Vilko bláberjasúpu og hún er bara fj. góð.


Félagamaraþoni Ljóssins er að ljúka og loksins þegar ég fann skráningarblaðið aftur vantar mig undirskriftir frá þeim sem ætluð að vera með. Ég hef þó heimilid frá þeim til að bjarga því en ég næ greinilega ekki 10 félögum til að fá frítt í nudd.
Einhver sem er tilbúinn að skrá sig? Kostar 3500 kr. á ári en ég þarf að koma þessu inn fyrir kl. 12.
Annars er auðvitað aldrei of seint að leggja góðu málefni lið.

Þetta er nú lýsandi fyrir skipulagshæfileika mína. Best að fara bara í póltitík.

2 ummæli:

elina sagði...

klukkan er orðin 12 hún er meira að segja allveg að verða 24...

Bara nefna það og ég verð félagi. Alla vega svo lengi sem ég þarf ekki að gera neitt gáfulegt....

Hafrún sagði...

ég skrái þig fljótlega, ég fæ nuddið þó maraþonsöfnunin sé búin.