Í morgun var enn einn stóri dagurinn og í tilefni af því var ég vansvefta og þreytt. Það er um að gera að vaka fram eftir allri nóttu í staðin fyrir að hundskast í rúmið og fá sér svefntöflu til að vakna ekki um miðja nótt með kvíðahnullung í maganum.
Ég mætti stundvíslega 8:40, þurfti lítið að bíða eftir krabbameinslækninum en því meira eftir lyfjunum og var ekki búin fyrr en um kl. eitt. Þetta ætti að ganga hraðar fyrir sig næst og vonandi þurfa ekki hjúkkurnar að funda akkúrat á þeim tíma sem ég rölti inn á deild.
Fékk ógleðislyf og stera áður en alvöru lyfjagjöfin byrjaði og auðvitað átti ég þá vona á að verða uprifin og tilbúin í stórræði af steragjöfinni. En það brást, hér hefur ekki verið ryksugað, skúrað, lært eða saumaðar 20 flíkur, því miður. Aftur á móti olli Zofranið og kuldinn á staðnum mér höfðuverk og vöðvaverkjum í herðum og baki. Það er reyndt að láta fara vel um fólk í þessum aðstæðum en tvö bómullarteppi dugðu mér ekki og svo hentar mínum spjaldhrygg og lendarliðum illa að sitja hálf útafliggjandi svona lengi. Bakið er ekki gott.
Ég las nú samt einar 170 síður í Öldungnum eftir Christopher Paolini og velti því fyrir mér hvort ég eigi að skrifa það á skáldaleyfir að dvergurinn hafi skotið tvær gæsir sem sátu uppi í tré. Þetta er auðvitað ævintýri en í því er nú samt alltaf farið vel í lýsingar á dýrum sem eru ólík því sem við eigum að venjast. Því er ekki til að dreifa með gæsirnar. Sitja kannski gæsir upp í trjám þarna vesturfrá þar sem höfundurinn er alinn upp. Svona er að búa í trjálausu landi, ég hef aldrei séð gæsir eða endur upp í tré en stöku sinnum máva sitja á ljósastaurum og húsþökum.
Ég hef verið með lítilsháttar velgju í dag og nú bíð ég bara eftir að vita hvort ég verð verri á morgu eða hinn eða bara ekki verri en þetta. Sumir eru verstir fyrstu þrjá dagana aðrir ekki fyrr en eftir þrjá daga.
Reyndar á ég að taka tvö ógleðilyf á morgun (tók eitt í dag) og átti svo að fá það þriðja til að taka eftir þörfum en blessuð konan virðist hafa gleymt að senda þann lyfseðil í lyfjagáttina. Kannski get ég bara sparað mér þau útgjöldin, mér fannst alveg nóg að borga rúmar 10 þúsund krónur fyrir þau tvö sem ég leysti út í dag. Og annað voru bara 15 tölfur. Það dugir í tvær lyfjameðferðir.
Reyndar á ég að taka tvö ógleðilyf á morgun (tók eitt í dag) og átti svo að fá það þriðja til að taka eftir þörfum en blessuð konan virðist hafa gleymt að senda þann lyfseðil í lyfjagáttina. Kannski get ég bara sparað mér þau útgjöldin, mér fannst alveg nóg að borga rúmar 10 þúsund krónur fyrir þau tvö sem ég leysti út í dag. Og annað voru bara 15 tölfur. Það dugir í tvær lyfjameðferðir.
Ég er harðákveðin í að fara á saumanámskeiðið í Ljósinu á morgun en ælta að leyfa mér að sleppa göngutúrum og þess háttar þar. Ég rölti bara minn venjulega lágmarkshring í hverfinu eins og ég gerði í dag í góðum félagsskap Sjúkraliðans, sem aftur á móti nýtur félagsskapar bílsins míns.
Ég þorði ekki að fara á bílnum í morgun ef ég yrði alveg frá af flökurleika en ég verð sko örugglega á honum næst. Lyfin valda ekki velgju fyrir en einum til tveimur tímum eftir að lyfjagjöfinni er lokið svo ég er vel ökufær eftir hana.
Svo fékk ég einstaklega fallegar kveðjur frá Jógatvíburunum á Fb. áðan, eiginlega of fallegar, svoleiðis gerir mig meira og ég er meira fyrir að leika hörkutólið.
Æ, það er slatti af innsláttarvillum þarna, þið getið litið á það sem stafarugl handa ykkur að ráða fram úr. :)
Æ, það er slatti af innsláttarvillum þarna, þið getið litið á það sem stafarugl handa ykkur að ráða fram úr. :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli