Ég er ekki búin að vera dugleg að blogga undanfarið. Ekki vegna þess að ég hafi ekki eitthvað til að velta mér upp úr heldur vegna þess að ég hef haft úr of miklu að moða.
Ég var að hugsa um að henda inn nokkrum myndum frá liðnum vikum en komst svo fljótt að því að ég hef of gaman af að tala til að láta það duga. Svo hef ég skipt um skoðun á því að tala eða ekki tala um krabbamein. Í fyrstu ætlaði ég ekki að bera þetta á torg en fór svo að velta því fyrir mér hvers vegna ekki? Þetta er mitt líf í dag og það er ekkert feimnismál, ég veit að það fer ekki lengra sem ég segi hér í trúnaði og ég treysti mér alveg til að ræða sjúkdóminn og það sem honum tengist án þess að detta í tilfinningaklám og væl. Sjálf var ég þakklát konu sem er u.þ.b. mánuði á undan mér í þessari gönguferð, krabbameinsgönguferð, og hefur bloggað um ferðalagið. Hún hefur gefið mér svo mörg svör við spurningum sem ég var ekki einu sinni farin að spyrja.
Annað, sem er meira feimnismál, þegar ég ætlað að fara að rifja upp hvernig hlutirnir hafa gengið fyrir sig þurfti ég að fletta upp dagatali til að átta mig á tímasetningum. Það vottar aðeins fyrir gleymsku hjá mér, bara aðeins. Þess vegna er eiginlega nauðsynlegt fyrir mig að hafa samantekt á atburðarásinni hérna.
Föstudagur 4. febrúar.
Í byrjun febrúar var lokapróf í síðasta faginu sem ég var í í fjarnámi. Ég stefndi að því að klára svo tvo áfanga í þýsku í staðnámi og hafa til þess nægan tíma, alveg fram í maí. Ég ætlaði sko að læra almennilega og einbeita mér að náminu í stað þess að vera alltaf í stress kasti á eilífri hraðferð. Mennirnir áætla en guðirnir ráða, segir einhverstaðar. (Ég veit að þetta er ekki alveg rétt með farið.)
Þennan prófdag, eða var það daginn áður, rak ég hendina óvart í hnút sem ég kunni ekki alls kostar við og ákvað að panta mér tíma hjá Krabbameinsfélaginu strax á mánudeginum.
Mánudagurinn 7. febrúar.
Á mánudeginum brá svo við að minnið starfaði nokkuð eðlilega og ég mundi eftir að hringja til að rekja raunir mínar hjá starfsmanni Leitarstöðvarinnar. Ég fékk tíma eftir hádegi þennan sama dag og að honum lokunum var mér úthlutað tíma á Göngudeild LHÍ daginn eftir. Ég má eiga það að tímasetningin var góð hjá mér, þriðjudagar eru einu dagarnir sem Göngudeildin sinnir þessum málum.
Þriðjudagurinn 8. febrúar.
Á göngudeild tók á móti mér hæglátur náungi sem tilkynnti mér ofur rólegur (sem betur fer) að sýnin frá því daginn áður hefðu verið úr krabbameinsæxli. Ég hef fengið skemmtilegri fréttir og hafði litla rænu á að spyrja „réttu“ spurninganna en Flubbinn minn var með, stóð eins og klettur í brimskaflinum og sá um spurningadeildina. Svo var mér úthlutað tíma í innritun 11. febrúar. Og ég sem átti eftir að tæma geymsluna sem við höfðum verið með á leigu og búið var að safna upp ótrúlegasta drasli í mörg ár.
Seinna þennan sama dag fékk ég upphringingu og ég var spurð hvort mér hentaði að mæta í aðgerð 15. febrúar. Nú voru hlutirnir farnir að ganga ansi hratt fyrir sig og ég þurfti að tæma geymsluna!
Föstudagurinn 11. febrúar
Að liggja hreyfingarlaus í 12 mínútur í einhverju háværu röri er sko meira en að segja það en þetta var kjörið tækifæri til að æfa jógaöndun og slökun. Lungnamyndatakan var auðveldari en myndatakan sem ég fór í á sýsluskrifstofunni viku fyrr, þegar ég sótti um vegabréfið, og seinna fékk ég að vita að bæði lungun og hægra brjóstið væru hrein og fin svo ég get haldið áfram að æfa anda inn um nefið og út um munninn í allra handa rörum.
Ég var að hugsa um að henda inn nokkrum myndum frá liðnum vikum en komst svo fljótt að því að ég hef of gaman af að tala til að láta það duga. Svo hef ég skipt um skoðun á því að tala eða ekki tala um krabbamein. Í fyrstu ætlaði ég ekki að bera þetta á torg en fór svo að velta því fyrir mér hvers vegna ekki? Þetta er mitt líf í dag og það er ekkert feimnismál, ég veit að það fer ekki lengra sem ég segi hér í trúnaði og ég treysti mér alveg til að ræða sjúkdóminn og það sem honum tengist án þess að detta í tilfinningaklám og væl. Sjálf var ég þakklát konu sem er u.þ.b. mánuði á undan mér í þessari gönguferð, krabbameinsgönguferð, og hefur bloggað um ferðalagið. Hún hefur gefið mér svo mörg svör við spurningum sem ég var ekki einu sinni farin að spyrja.
Annað, sem er meira feimnismál, þegar ég ætlað að fara að rifja upp hvernig hlutirnir hafa gengið fyrir sig þurfti ég að fletta upp dagatali til að átta mig á tímasetningum. Það vottar aðeins fyrir gleymsku hjá mér, bara aðeins. Þess vegna er eiginlega nauðsynlegt fyrir mig að hafa samantekt á atburðarásinni hérna.
Föstudagur 4. febrúar.
Í byrjun febrúar var lokapróf í síðasta faginu sem ég var í í fjarnámi. Ég stefndi að því að klára svo tvo áfanga í þýsku í staðnámi og hafa til þess nægan tíma, alveg fram í maí. Ég ætlaði sko að læra almennilega og einbeita mér að náminu í stað þess að vera alltaf í stress kasti á eilífri hraðferð. Mennirnir áætla en guðirnir ráða, segir einhverstaðar. (Ég veit að þetta er ekki alveg rétt með farið.)Þennan prófdag, eða var það daginn áður, rak ég hendina óvart í hnút sem ég kunni ekki alls kostar við og ákvað að panta mér tíma hjá Krabbameinsfélaginu strax á mánudeginum.
Mánudagurinn 7. febrúar.
Á mánudeginum brá svo við að minnið starfaði nokkuð eðlilega og ég mundi eftir að hringja til að rekja raunir mínar hjá starfsmanni Leitarstöðvarinnar. Ég fékk tíma eftir hádegi þennan sama dag og að honum lokunum var mér úthlutað tíma á Göngudeild LHÍ daginn eftir. Ég má eiga það að tímasetningin var góð hjá mér, þriðjudagar eru einu dagarnir sem Göngudeildin sinnir þessum málum.
Þriðjudagurinn 8. febrúar.
![]() |
Seinna þennan sama dag fékk ég upphringingu og ég var spurð hvort mér hentaði að mæta í aðgerð 15. febrúar. Nú voru hlutirnir farnir að ganga ansi hratt fyrir sig og ég þurfti að tæma geymsluna!
Föstudagurinn 11. febrúar
Að liggja hreyfingarlaus í 12 mínútur í einhverju háværu röri er sko meira en að segja það en þetta var kjörið tækifæri til að æfa jógaöndun og slökun. Lungnamyndatakan var auðveldari en myndatakan sem ég fór í á sýsluskrifstofunni viku fyrr, þegar ég sótti um vegabréfið, og seinna fékk ég að vita að bæði lungun og hægra brjóstið væru hrein og fin svo ég get haldið áfram að æfa anda inn um nefið og út um munninn í allra handa rörum.
Laugardagurinn 12. og sunnudagurinn 13. fóru í að tæma geymsluna og setja upp annan fataskáp i herberginu hjá mér. Nú hafði mér bæst liðsauki, mamma var mætt í bæinn og það var rífandi gangur í tiltekt og skápasmíði.
Það kom fljótt í ljós að ég var ekki sú eina sem var ánægð með aukið skápapláss.Nýi skápurinn er miklu rýmri en í sá gamli og það þarf ekki að byrja á að rífa niður úr hillunum til að koma sér vel fyrir.
Það ber að varast allar neikvæðar athugasemdir og leifturljós á hugleiðslutíma „húseiganda“ en eins og sést var hann samt vakinn af værum blundi.
Mánudagur 14. febrúar
Það þurfti að hreinsa upp á vinnuborðinu og raða inn í fataskápinn og æfa djúpöndun og ganga frá fullt af hlutum. Það var einfaldlega of mikið að gera til að velta sér mikið upp úr hlutunum.
Þriðjudagurinn 15. febrúar.
Það var mæting niður á LHÍ klukkan sjö eða svona tíu mínutur yfir, hvíslaði hjúkkan. Klukkan sex var heiðskýrt, stjörnubjart, hlýtt og hásjávað. Ég náði að klára stuttan göngutúr áður en ég fór að heiman. Fór seint að sofa um nóttina og var dauðfegina að fá að hátta upp í rúm aftur klukkan hálf átta. Svaf eins og lamb þar til ég var vakin til að taka inn kæruleysispillu, ég held svona eftir á að ég hefði getað sleppt henni.
Um hádegið vaknaði ég öðru brjóstinu fátækari og fékk ristað brauð og djús í sárabætur. Hraut svo með litlu hléum fram á kvöld en þá fékk ég líka þessa fínu rós.
Miðvikudagurinn 16. febrúar.
Aðgerð á borð við þessa sem ég var í kallar á tvær nætur á spítala og þó ég væri orði vel göngufær með mína drenpoka hangandi í beltinu fékk ég ekki að fara í göngutúr. Ég laumaðist samt út á stétt þegar ég fylgdi gestum til dyra. Tók svo nokkrar ferðir fram og til baka á stéttinni til að sleppa nú ekki einum degi í gönguferðum. Miðað við líkamlegt ástand virkaði þetta eins og 20. mín göngutúr á góðum degi. Ætli það hafi ekki verið þennan dag sem ég týndist!
Já, og ég afrekaði það að týnast á Landspítalanum. Ég var ekki villt í ranghölum hússins eða í yfirliði í einhverju skotinu eins og starfsfólkið var farið að óttast. Ég settist bara á stað sem enginn var að þvælast fyrir okkur vinkonunum á og ekkert sjónvarp var með síbyljuhávaða. Á biðstofu frammi við útganginn. Þar sat ég undir öruggu eftirliði sjúkraliðans sem var búinn á sinni vakt og talaði frá sér allt vit. Hún? Jú, hún talað örugglega meira en ég. Kannski sá ég samt um rúm 50%.
Það er ekki svo oft sem hún situr kyrr svo ég notaði mér tækifærið og talaði hana í kaf.
Fimmtudagurinn 17. febrúar.
Ég fékk að skipta á sjúkrarúminu og stofusófanum. Gallinn við að hafa poka hangandi í slöngum utan á sér er að ég var alltaf á nálum um að ég gleymdi mér og hengdi töskuna með drenunum inn í skáp og skellti hurðinni aftur. Það hefði sko kippt ónotanlega í. Reyndar skelli ég bílhurðinni svo á töskuna einhverntíma, það tók aðeins í að teygja sig eftir bilbeltinu í það skiptið. En alveg hættulaust.
Föstudagurinn 18. febrúar til fimmtudagurinn 24. febrúar
![]() |
| Nýr skápur! |
![]() | |||
| Geysp |
Mánudagur 14. febrúar
Það þurfti að hreinsa upp á vinnuborðinu og raða inn í fataskápinn og æfa djúpöndun og ganga frá fullt af hlutum. Það var einfaldlega of mikið að gera til að velta sér mikið upp úr hlutunum.
Þriðjudagurinn 15. febrúar.
Það var mæting niður á LHÍ klukkan sjö eða svona tíu mínutur yfir, hvíslaði hjúkkan. Klukkan sex var heiðskýrt, stjörnubjart, hlýtt og hásjávað. Ég náði að klára stuttan göngutúr áður en ég fór að heiman. Fór seint að sofa um nóttina og var dauðfegina að fá að hátta upp í rúm aftur klukkan hálf átta. Svaf eins og lamb þar til ég var vakin til að taka inn kæruleysispillu, ég held svona eftir á að ég hefði getað sleppt henni.Um hádegið vaknaði ég öðru brjóstinu fátækari og fékk ristað brauð og djús í sárabætur. Hraut svo með litlu hléum fram á kvöld en þá fékk ég líka þessa fínu rós.
Miðvikudagurinn 16. febrúar.
Aðgerð á borð við þessa sem ég var í kallar á tvær nætur á spítala og þó ég væri orði vel göngufær með mína drenpoka hangandi í beltinu fékk ég ekki að fara í göngutúr. Ég laumaðist samt út á stétt þegar ég fylgdi gestum til dyra. Tók svo nokkrar ferðir fram og til baka á stéttinni til að sleppa nú ekki einum degi í gönguferðum. Miðað við líkamlegt ástand virkaði þetta eins og 20. mín göngutúr á góðum degi. Ætli það hafi ekki verið þennan dag sem ég týndist!
![]() |
Síðasti hádegismaturinn á LHÍ. Hann smakkast betur en útlitið segir til um. |
Það er ekki svo oft sem hún situr kyrr svo ég notaði mér tækifærið og talaði hana í kaf.
Fimmtudagurinn 17. febrúar.
![]() | |
Drenpokar eru ekki aðlaðandi fylgihlutir og þá er gott að hafa fallega tösku til að troða þeim í. |
Föstudagurinn 18. febrúar til fimmtudagurinn 24. febrúar
![]() |
Ég ákvað einn daginn að prjóna mér mjúka húfu, mjúka á innra borðið. Ef ég fer í lyfjameðferð og ef/þegar hárið fer er gott að hafa eitthvað mjúkt og hlýtt á höfðinu í gönguferðum. |
Ég smitaðist af prjónakonunni og ákvað að prjóna mér húfu. Gestir komu og fóru og sumir færðu mér hitapoka, aðrir bara sjálfa sig. Dóttirin gaf mér minnisbók, hún veit hvað mér kemur.
![]() |
Flubbinn færði mér, minnisbókafíklinum, bók að gjöf. |
![]() |
Bók sem er eiginlega of falleg til að skemma hana með skrifum |
![]() |
Ég var ekki að ýkja þegar ég sagðist vera minnisbókafíkill. |
Svo lokaði ég fataskápnum á nefi á kettinum og sáði tómatafræum. Eitthvað verður fólk að gera, það eina sem ég gerði lítið/ekkert af var að læra.
![]() |
| Þegar harðbrjósta fók (kannski ekki heppilegasta orðið í núverandi stöðu) lokar skápshurðunum verða kettir að bjarga sér. Skrípó er úrræðagóður þegar kemur að svefnmálum |
![]() |
| Norðmaðurinn minn var orðinn gráhærður hænsnabóndi þegar ég kom heim. |
Heimsókn til skurðlæknisins, bara einn eitill með meinvörpum og hann kyrfilega staðsettur í brjóstinu sjálfu, allt skafið undan holhöndinni var „hreint“ og ég auðvitað læt eftir mér bjartsýni varðandi lyfjameðfer. Bjartsýni hefur aldrei drepið neinn – nema kannski óþarfa bjartsýni á íslenskt veður – og nógur tími til að takast á við vandamálin þegar þar að kemur.
Handleggurinn dofinn og sár, holhöndin líka, mér er sagt að ég megi búast við að það taki mánuði að lagast.
Eitlaskafið er það sem er lengst að jafna sig og auðvitað jafnar maður sig aldrei að öllu leyti eftir það. Sogæðakerfið er úr skorðum en að öðru leyti gróa mín sár eins gras að vori.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Þetta er sem sagt raunamyndasagan ég áskil mér rétt til að bæta inn í hana þegar ég man eitthvað sem ég vil ekki gleyma aftur.












1 ummæli:
jahá.... það er bráðnauðsynlegt að muna og gott að eiga bækur til að aðstoða sig við það !!!
deine Krebs wird aussterben
Skrifa ummæli