2. mars 2011

Mittwoch

Lét mig hafa það að keyra út í Keflavík til að mæta í þýsku. Sé ekki eftir þvi en mikið helv. var ég orðin þreytt þegar ég kom loksins heim eftir að hafa losað mig við þrjá farþega sem fengu að fljóta með í bæinn. Og einn þeirra skeit á sig á leiðinni.  Það kostaði viðkomu heima hjá mér þar sem stærsti farþeginn skellti búrinu með smáfarþegunum undir sturtuna og skolaði af þeim slabbið. Síðan losaði ég mig við allt liðið niður í miðbæ og loftaði vel út úr bílnum. 

Þrátt fyrir þreytuna var ferðin vel þess virði, ég lenti nefnilega í söngtíma í dag og nú syng ég  hástöfum aus, bei, mit, nach, seit, von, zu, gegenüber, I love you,  og svo kemur, ef þú giftist, ef þú bara giftist, ef þú giftist mér. 

Það er lítið mál að læra forsetningar sem stýra þágufalli með þessari aðferð (vonandi rétt munað ;). Málið vandast aftur á móti  þegar maður fær þetta á heilann og heldur sönglinu áfram, jafnt úti sem inni. Þið getið sett ykkur í spor skokkara sem mæta einmanna göngukonu, á besta aldri, raulandi ...I love you, ef þú giftist, ef þú bara giftist. Þeir skipta snarlega yfir í spretthlaup. 

4 ummæli:

elina sagði...

Þannig að núna ertu búin að læra alla þýskuna og getur komið út í búð með mér milli eitt og þrjú á laugardag að leita að kjól ?

Hafrún sagði...

Hvernig segirðu það á þýsku?

elina sagði...

kannst du mit mir eine dresse kaufte?

nenni ekki að ná í orðabók

Hafrún sagði...

Ja, wir können ein Kleid kaufen.