Ég kom við hjá vinkonu minni um daginn. Sem er ekki í frásögur færandi, ég geri það alltaf annað slagið en í þetta skiptið stóð tengdasonur hennar úti og þvoði bílinn hennar.
Ég var einmitt að hugsa um það í dag að ég ætti nú eitt stk. tengdabarn og það mætti alveg þvo og bóna bílinn minn. Og sjá- þegar ég kom heim stóðu sonurinn og ,,tengdadóttirin" úti og bónuðu.
Ég lagði bílnum mínum við hliðina á Audinum í bílastæðið en mér sýnist Toyotan vera jafn rykug og hún var þegar ég fór inn.
Ég þarf eitthvað að athuga betur uppeldið á þessu fólki.
Ætli það þýði eitthvað að leggja fram formlega kvörtun við foreldra dömunnar?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli