6. maí 2005

Ókindarkvæði uppfært 26.11


Það var barn í dalnum
sem datt ,,onum" gat
og fyrir neðan þar ókindin sat
og fyrir neðan sat ókindin ljót
naumlega náði hún neðan í fót.
Naumlega náði hún neðan í barn,
hún dró það út úr dalnum og dustaði við hjarn
hún dró það út úr dalnum og dustaði við fönn.
Ætlaði ég að úr þvi hrykki ein lítil tönn
ætlaði ég að úr því hrykki augað blátt
Hún kvað við í kæti og kallaði hátt
hún kvað við í kæti ,,kindin mín góð,
þetta hefur þú fyrir þín miklu hljóð"
,,Þetta hefur þú fyrir þitt brekastand,
mátulegast væri ég minnkaði þitt dramb,
mátulegast væri ég minnkaði þinn þrótt"
og ókindin barði það allt fram á nótt.
Ókindin barði það á þeim stað
þar til um síðir að þar kom maður að.
Þar til um síðir að þar kom maður einn
upp tók hann barnið og ekki var hann seinn.
Upp tók hann barnið og inn í bæinn veik
Og ókindin hafði sig aftur á kreik.
Ókindarkvæðið á enda nú er
Sigrún mín litla sjá þú að þér.
............
Mamma lærði þessa þulu svona þegar hún var krakki nema tvær síðustu línurnar sagðist hún hafa lært á fullorðinsárum.





Ég á skáfrænda sem var einu sinni lítill og sætur og sofnaði aldrei á kvöldin fyrr en hann var búin að hlusta amk. einusinni á Ókindarkvæðið, þe þegar hann gisti hjá stjúpömmu sinni.
Ég er viss um að þessar gömlu góðu íslensku barnagælur hafa ómetanlegt uppeldisgildi. Ég tildæmis fékk oft að heyra þessa þegar ég var lítil.

_________________________
Það á að strýkja stelpuna
stinga henni ofan í forina
loka hana úti og lemjana
og láta hann bola étana.
_________________________
Það á að strýkja strákaling
stinga honum ofan í forarbing
loka hann úti í landsinning
og láta hann hlaupa allt um kring.
____________________________

Reyndar fannst mér vera töluvert kynjamisrétti í þessum vísum þegar ég var krakki.
Hvers vegna að láta bola éta stelpuna en strákurinn bara látinn hlaupa úti í rigningu og roki.
En ég hef nú kannski verið búin að minnast á það hér. Man það ekki.

Það er allavega engin Disney velgja í þessu.

Engin ummæli: