4. maí 2005

Púff ...

.. mér létti! Ég var farin að hafa alvarlegar áhyggjur og upplifa höfnun. Sendi vinkonu minni sms og spurði hvort við værum ekki á leiðinni í bæinn, hún sagði ókey en þegar ég sendi næst sms og sagði að nú værum við klárar til að fara ansaði hún ekki. Mér fannst það ansi alvarlegt þangað til ég tók í mig kjark til að fá þessa höfnun staðfesta og komst að því að hún, aldrei þessu vant, hafði ekki verið með símann við hendina.
Það var það sem hún sagði mér allavega og lofaði að koma og fá sér bjór með mér.
Eins gott ég lýsti því nefnilega yfir fyrr í kvöld að hún gerði allt sem ég segði henni og kæmi þess vegna með mér bæði til London og til Reykjvaíkur. (Við náttlega búum úti á landi)
Eins gott líka að það segi henni enginn að ég hafi sagt það. Hún gæti komist á mótþróaskeiðið ef hún fréttir þetta.

**********************
Svo versnaði í því þegar bílstjórinn sem ég var búin að semja við um að skutla okkur í bæinn ákvað að fara heim í sturtu og bjór og koma svo með okkur. Ætli ég þori að segja henni að hún eigi að keyra amk aðra leiðina.

Engin ummæli: