Amnesty Intrnational eru samtök sem flestir kannast við. Samtökin halda úti vefsíðu með upplýsingum um baráttumál þeirra og þar er hægt að skrifa nafnið sitt undir áskoranir til stjórnvalda viða um heim.
Ég er búin að setja tengil á þessa síðu á góðan stað í tölvunni hjá mér og það tekur mig innan við 5 mínútur að senda 2-4 áskoranir.
Mér finnst að við sem eigum tölvu og höfum internettengingu ættum öll að gera þetta daglega. Við eigum öll voða, voða bágt á Íslandi en mikið óskaplega eru okkar bágindi léttvæg við það sem margir aðrir þurfa að búa við.
Og smá dæmi af af baráttumálunum.
Stop sexual violence against Nicaraguan girls
Og bréfið sem er sent er svo hljóðandi:
Listen to girls' voices and act on their words!
Dear President,Það eins sem þarf að gera er að skrifa nafnið sitt og netfangið og ýta svo á senda.
I am writing to you to express my deep concern at the widespread rape and sexual abuse of girls in Nicaragua, where the majority of victims of such crimes are under 17 years of age.
I call on you to develop, fully resource, and implement an integrated national plan to tackle this problem as a matter of the utmost urgency. The plan should include measures to prevent sexual violence, protect survivors, and ensure justice and reparation to young victims of sexual violence so that they can rebuild their hopes and dreams in the wake of rape or sexual abuse.
Rehabilitation measures must include repealing the law which criminalizes all forms of abortion, so that young girls pregnant as a result of rape can make their own decisions over how to manage the consequences of rape without the fear of imprisonment.
Yours respectfully,
Og samviskufangarnir eru þarna líka
10 November 2010
Ég hef ekki fundið sambærilega síðu hjá Íslandsdeild Amnesty. Þaðan fæ ég þó annað slagið tölvupóst um aðgerðir og þá er ýmist hægt að prenta út bréfi og senda í landpósti, sem ég er ekki nógu dugleg við, eða skrifa undir á netinu. Ég skráði mig svo í SMS aðgerðarnetið en ég er ekki farin að sjá hvernig það virkar.
Ég veit að það er engin gífurleg umferð á þessa síðu, hún er hérumbil best varðveitta leyndarmálið mitt ;)
en þið sem slæðist hér inn reglulega, eða óreglulega, ég skora á ykkur að velta því fyrir ykkur hvort þið eigið ekki nokkrar mínútur aflögu annað slagi. Jafnvel á vinnutíma :-i
Engin ummæli:
Skrifa ummæli