Maður lifandi er eini matsölustaðurinn sem ég fer reglulega á. Þar fæ ég hollan mat úr lífrænu hráefni og þó súpan sem ég fékk mér í dag hafi farið einstaklega illa í maga var það minni magaviðkvæmni að kenna og ekki öðru.
Eftir að ég gafst upp á súpusullinu sat ég lengi og tuggði grænmeti af öllum stærðum og gerðum, það tók sinn tíma því maður á að tyggja matinn vel. Ég leitaði í blaðahillu staðarins eftir einhverju til að næra sálina á meðan kjálkarnir ynnu sitt verk, og þar varð ég fyrir miklum vonbrigðum.
Mig undrar það að staður sem leggur svo mikið upp úr hollustu og heilbrigðum matarvenjum skuli ekki hafa minnstu tilfinningu fyrir því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á hollt og nærandi andlegt fóður.
Fyrir sálina eru Vikan og Séð og heyrt eins og sykur og transfita fyrir líkamann.
1 ummæli:
hahahahaha..... ljóðabækur, matreiðsla og spakmælabækur hefðu átt betur við....
Lagðir þú ekki fram kvörtun ?? Það er jú öruggt mál að þú komir þarna aftur og þá væri nú lífið betra ef bókmenntirnar væru boðlegar...
Skrifa ummæli