22. nóvember 2010

Boðháttur

Ég hef setið yfir danskri málfræði, eins og kannski hefur komið fram hér einu sinni eða tvisvar, og þar rifjaði ég upp boðhátt. Hann er auðvitað eins í íslensku og dönsku, boð eða skipun og eftir þá upprifjun áttaði ég mig á að ég tala og tala og tala í – ójá, ég tala ansi mikið í boðhætti.
Það er fyrir mestu að vita hvaða málfræði maður beitir  í töluðu máli, þágufallssýki, boðháttur, þolmynd (kemur kannski  næst). Þekktu sjálfan þig segir máltækið.

Einkunin úr tölfræðiprófinu kom á netið í dag og ég náði auðvitað, ég átti ekki von á öðru en núna, allt í einu, hef ég skipt um skoðun varðandi það að 5,0 dugi í prófum. 0,65 í viðbót við prófeinkunina hefði skilað mér 9,5 í heildareinkun.
Jamm, mikið vill meira.

Einhverstaðar á blogger rak ég augun í label og sá að ég gæti flokkað færslurnar mínar með þeim. Þá strandið ég á þvi að ég vissi ekki hvernig ég ætti að flokka þær en núna veit ég að ég get t.d. flokkað þessa undir „mont“! Þá finn ég ekki flokkunarkerfið!

Aha, ég fann það en er samt ekki viss hvernig þetta virkar.

Engin ummæli: