Árlega eiga börnin mín afmæli og á hverju ári tekst mér að muna eftir því. Mér finnst ég bara nokkuð góð!
Ég hef svo sem ekki meira um það að segja, ég úttalaði mig um afmælisbarnið fyrir nokkrum árum og hef ekki andgift til þess í dag að bæta nokkru við það. Mér finnst samt ágætt að rifja það upp árlega.
Í dag er heilsumælirinn í negatífri tölu, ég þarf að rumpa frá nokkurri vinnu og ná mér í bók að lesa á bókasafnið.
Mörg eru ljóns eyru fékk stórfína gagnrýni í Fréttablaðinu og nú er stefnan tekin á að lesa helling af bókum, bæði gömlum og nýjum. Mér dugir þess vegna ekki að lesa eina í einu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli