Myndirnar eru frá mér en fyrirsögnin frá drottnara heimilisins sem ákvað að taka nokkur dansspor á lyklaborðinu. Erftir að hafa tjáð sína skoðun með þessum hætti féllst hann á að koma sér fyrir á borðshorninu. 29. október fór ég í göngutúr í Esjuhlíðum, það var mikið myndað en minna gengið. Ég setti myndvélina í hendurnar á Háskólanemanum og á þess vegna fáar myndir af sólsetrinu yfir Reykjavík daginn þann.
Síðan þetta var hef ég varla hreyft annan fótinn fram yfir hinn.Ég er að verða eins og dauð marglytta á sjávarströnd.
Ég tók þó eina mynd af Mosfellinu. Einhvern veturinn löbbuðum við þarna upp og hentum niður nokkrum grjóthrúgum óvandaðra göngumanna sem spilla landslginu með því að rifa upp grjót og hrúga í monthrúgur hvar sem því verður við komið. Bölvaður ósiður.
Þetta var um vetur, það var snjór og frost og mér varð heldur betur kalt á herðum og hnakkagróf. Því fylgdi að sjálfsögðu margratíma höfðuverkjakast með óstöðvandi uppköstum.
Það er ekki öll vitleysan eins. Mig langar samt þarna upp aftur einhvern daginn.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli