4. október 2010

Er að hugsa

og ætla að gera það eitthvað lengur.

Í nótt þarf mig að dreyma Starke Verben

Nei annars það er nú ekki hægt að þegja alveg í dag!
Ég var að fikta í hinum og þessum fídusum á síðunni í gær (góð íslenska, ég veit) og lenti þá inn á nokkura ára gamlar færslur. Ég hugsaði auðvitað vá, ég er búin að vera að þessu bulli í sex ár! Svo kíkti ég aðeins á hvað ég hafði fyrir stafni haustið 2004 og 2005. Ég komst að því, því miður, að ég er alltaf að kvarta undan sömu hlutunum. Mikið að gera, mikið að læra of mikið þetta og of mikið hitt. Sögur af músaveiðum kattanna brýtur þetta aðeins upp annað slagið sem betur fer.
Jæja, mikið að gera, þýskupróf á þriðjudag!

2 ummæli:

elina sagði...

já...þetta kvörtunar blogg þitt er alveg nauðsynlegt fyrir mig. Þá veit ég hvenær ég verð að læðast á tánum í kringum þig.

Und....

Hafrún sagði...

Hehe, vertu bara alltaf á tánum góða mín.