Í gær þvoði úrfellið fjallshlíðar niður í ár og læki. Eftir skrifðuföll sumarsins er kominn sandur aftur í fjörurnar. Andatjörnin flæddi langt yfir bakka sína og einhverstaðar undir mjólkurkaffibrúnu vatninu lágu andareggin. Svo stytti aðeins upp og í dag hefur rigningin ekki verið meiri en svo að bæjarfálkinn treysti sér á veiðar. Hann reynir enn að styrkja matarástarsamband sitt við hænur og endur.
Í þetta sinn rakst hann á smá andarunga sem góð kona kom með í fóstur um daginn. Þetta var uppgjafaleikfang hjá henni. Þetta uppgjafaleikfang hafði aldrei haft ótakmarkaðan aðgang að vatni og stóð í þeirri trú alveg fram í andlátið að vatn væri öndum óhollt nema rétt til að skola af sér mesta skítinn. Nú þarf enginn að kenna honum að verða villiönd en ástarsamband hans og fálkans var einhliða en ekki platónskt.
Skyndimynd í lélegum fókus náðist af gráum fugli á gráum degi.
2 ummæli:
át hann hann ??
Já, en hann hefði mátt hreinsa betur af beinunum. Hann var lítið skárri en sportskytturnar.
Skrifa ummæli