14. september 2010

Harðbrjósta móðir


 Þrauta ráðið við að ná úr manni barnatönnunum í gamla daga var að festa í þær spotta, binda við hurðarhún og fá svo einhvern til að skella aftur hurðinni, nú eða kippa henni upp. Yfirleitt þurfti að beita mann miklum fortölum áður en maður féllst á þetta og var þá búinn að jugga tönninni fram og til baka upp í sér með tilheyrandi harmkvælum án þess að þora að kippa í spottann.  Þetta gat allt saman verið helv. sárt og óþægilegt og það geta kveðjur verið líka.       
Yngra afkvæmið mitt er farinn til útlanda til að læra eitthvað sem ég held að sé svakalega spennandi. Lýsingin er á þessa leið:
This degree teaches you the techniques and technology used to create high quality digital visual effects, giving you the skills required to work in post production - one of the youngest and most exciting areas of the film and television industry. You will be taught using the most up-to-date equipment, in an environment that replicates a professional post-production house.
The early stages of the course give a working knowledge of the entire production process, before moving on to key production and post-production skills such as digital film-making, compositing, editing, motion graphics, effects and CGI. Students work as individuals and in teams, replicating the real post-production industry.
Þarna er gamall draumur að rætast hjá honum og þó hann þurfi að skilja ýmislegt eftir á Klakanum held ég að hann hafi nú verið hæfilega spenntur fyrir því að vera nú loksins að fara í námið. Það var bara þetta kveðjuvandamál! Fyrir honum voru kveðjur svona eins og að vera að missa tönn, fyrirkvíðanlegt lengi og erfitt að skella hurðinni til að ljúka þessu af. Þess vegna henti ég honum út úr dyrunum og skellti hurðinni í gærkvöld. Var svo með böggum hildar þegar hann hafði samband heim, þreyttur, úrillur og dapur á hóteli sem var fullbókað þó það kæmi ekki fram í gær þegar við bókuðum þar. En það rættist úr málum og hann hefur ekki sent sms og ekki verið online svo ég býst við að hann njóti sín bara vel með strákunum sem hann var kominn í samband við í skólanum og ætlaði að hitta í dag. 
Drengurinn tók helling til áður en hann fór út, henti úr fataskápunum sínum og svona. Mamma hans hirti ýmislegt af því, ég get ekki að því gert hvað ég er veik fyrir stórum, þykkum einkennilega mynstruðum hettupeysum! Ég reyni að hemja mig og er ekki mikið í þeim á mannamótum.  Þessi svarta er samt í miklu uppáhaldi.

Dagurinn fór svo í það að reyna að koma mér í vinnugírinn, búa til pláss í vinnuskotinu sem hýsir orðið tvær tölvur og helling af öðru drasli eins og venjulega. Það er verst hvað það er lítið pláss fyrir mig á borðinu. Ég reynd samt að pjakast eitthvað á því og tók upp á því að nota tölvuna og skjáinn sem var settur í geymslu hjá okkur. Það er ansi mikill munur að vinna á svona stórum skjá eða fartölvuskjánum.

Ég hef ekki loggað mig inn á Facebook í allan dag og er að hugsa um að sleppa því áfram. Það er þetta með 20 prósentin, ég bara kemst ekki yfir að bæta við mig 20% meiri vinnu. Alls ekki. Ekki til viðbótar við þessi 40% sem stefnir í að ég þurfi að bæta við mig til að klára frá ársuppgjörið fyrir örfyrirtækið, rannsóknarskýrslu fyrir félagsfræðina og þýskustagli fyrir þýskuprófið. Ég bætti reyndar við mig tveimur kennsubókum í þýsku í þeirri trú að þær séu þægilegri að læra en Lagune bækurnar sem ég er með. Þýska fyrir þig verður þá hrein viðbót og hrein vinnuviðbót líka.
Svo er þetta með sjónvarpið, ef við látum ekki gera við sjónvarpið (den fernseher) ætli ég spari mér þá önnur 20%? Den Fernseher tók upp á því að taka ekki straum í gær svo ég missti af þessum tveimur þáttum sem ég hef horft á á mánudagskvöldum. Mánudagar og þriðjudagar eru einu dagarnir sem ég hef orft á sjónvarpið undanfarnar vikur og nú er bara eyða í lífinu.

Ég rakst á þessa marglittu í fjörunni heima um daginn, hún minnir mig á sjálfa mig þegar ég nenni ekki að gera neitt annað en hanga í tölvu, blogga og leika mér. Hún er samt skrautlegri á litin.  




Svona var svo þriðjudagsmorguninn 14. september 2010 í Kópavoginum. Svolítið kalt og létt hausthljóð í vindinum.

3 ummæli:

elina sagði...

jahá..... svo kemur hann sprenglærður heim !!

Hafrún sagði...

Ég er nú eiginlega að vona að hann fái vinnu úti, það er litill markaður hér heima annar en auglýsingastofurnar.
Ekki það að kvikmyndagerðarmönnum hér heima veitti ekkert af góðum tæknibrellum!

elina sagði...

Það er náttúrulega ennþá meira spennandi.....
Við að heimsækja heimsfrægan Sigurgeir einhvers staðar í útlandinu.