2. september 2010

Halló

Mér leiðist, leiðast þýsk persónufornöfn, bara núna samt, ég held að þýsk málfræði sé þrælskemmtileg ef maður hefur tíma til að læra hana. Ég var að því komin að setja gífurlega uppbyggilega stöðulínu á facebook, hún hefið litið nokkurn veginn svona út: ich, mich, mir.... bla, bla, bla. Svo áttaði ég mig og set þetta bara hér inn í staðin. Ég er nefnilega svo hundleið á „innihaldsríkum“ stöðuuppfærslum vina og facebook vina minna. Líka þessum leyndó stöðulínum.

Mér finnst að það ætti einhver að koma og skemmta mér og þylja með mér þýska málfræði, það væri mjög uppbyggilegur saumaklúbbur. Hver vill vera með mér í málfræði saumaklúbb.
Þetta er hrikalegt röfl, eins gott að ég setti það ekki inn á facebook.

3 ummæli:

elina sagði...

Halló !!!

elina sagði...

Það er svo mikið mál að skrifa á bloggið þitt....

Nafnlaus sagði...

Nú, maður þarf líka að skrifa staðfestingarkóða á þitt blogg!
Þú getur sleppt því að logga þig inn.

Hafrún