2. september 2010

Fimmtudagsmorgun

Ég þjáist af einbeitingaskorti og get ekki klórað mig í gegnum einn kafla um nýraunsæi. Þó er þetta ekki flókið og ég er meira að segja búin að lesa þetta áður. Kannski ég glósi bara í þessu yndislega VEU forriti mínu sem gefur mér færi á að búa til allavega litaðar „bollur“ og setja inn í þær texta. Þetta er forrit sem ég mæli með fyrir þá sem ekki vaxa upp úr því að hafa gaman af að lita. Nú er það bara tölvan í staðin fyrir vaxlitina.
Íslenska og svo þýsk málfræði, ég get víst ekki skráð mig út úr þýskunni fyrr en eftir fyrri áfangann. Ekki nema ég vilji stoppa í heilt ár og það er ekki inni í myndinni.

Engin ummæli: