Hvítur mávur sat á steini og borðaði morgunmatinn sinn. Ég var að hugas um að skreppa til hans og athuga hvað hann gat verið að gogga í svona gráðugur en ákveð að trufla hann ekki við borðhaldið. Sennilega fann hann skel, ígulker eða krabba. Eitthvað hart var það eftir hljóðinu að dæma.
Sólin skín og Kópavogurinn er spegilsléttur. Hinu megin við hann skín sólin á forsetabústaðinn og ég átta mig á að pirringurinn sem ég finn fyrir þegar ég lít þangað er vegna þessa að mér finnst embættið og sameiningartáknið hafa verið niðurlægt undan farin kjörtímabil. Svona á ég til að vera þjóðrækin annað slagið.
Heima þarf ég að skipuleggja daginn, sem er auðvitað ekkert vandamál, vandinn verður að láta skipulagið ganga upp klukkutíma fyrir klukkutíma. Ég vaknaði þreyttari en ég var þegar ég fór að sofa og gleymdi myndavélinni þegar ég fór út í morgun.
Ef dagurinn verður svona áfram er ég að hugsa um að sinna bóknámi í dag. Sinna því í garðinum, ég get hlustað á án þess að sjá á tölvuskjáinn.
Svo, af því er er orðin svona andpólitísk er ég að hugsa um að fara að dæmi Jennýjar Önnu og hlutsta á útsendingu frá Alþingi.
2 ummæli:
það er spurning hvort þú getur boðið upp á fjölbreyttari hljóðspólur en efnafræði við tækifæri..... kannski anatomiu.. eða félagsfræði...
ha?
Við getum gert könnun á því en ég er ekki mjög bjartsýn. Ekki ef það er á háskólastigi.
Skrifa ummæli