6. september 2010

Ég hugsa

að ég eigi eftir að finna upp aðferð til að muna allt sem ég þarf að muna. Einhverntíma.
Þangað til það tekst eyði ég löngum tíma í að finna ráði til að muna að muna.
Drjúgur tími kvöldsins fór í aðferðir til að muna ákveðinn og óákveðinn greini í þýsku.
Snúður bauðst til að leggja sitt af mörkum við hvorukyns greinirinn, Múmísnáðinn og Múmínstelpan sjá um kk og kvk. greini. Nú á eftir að reyna á hvernig þeim gengur að minna mig á.
Kannski hefði ég verið fljótari að læra þetta eins og þulu en ég hefi ekki skemmt mér eins vel við það.

2 ummæli:

elina sagði...

Kenndu mér þessa míminsnáðaaðferð...

Hafrún sagði...

Skoðaðu myndirnar.