7. september 2010

Múmínálfaminnisaðferðin


Þessa dagana er vinnuaðstaðan undir súð. Það hentar vel fyrir límmiðaglósuaðferðirnar sem ég er að tileinka mér þessa stundina.
Eignarfornöfn og beygingar þeirra, persónufornöfn, töluorð, vikudagar og stafróf hanga niður úr súðinni, þ.e. þeir listar sem ekki hanga á ískápnum, speglum og hurðum.
Nýjasta tilraunin er að lista upp heimskulegu nafnorðin í vitlausa kyninu og æfa sig í að hugsa; hann myndavélin-der Fotoapparat, hann eplið-der Apfel, hann skeiðin-der Löffel, hún gaffallinn-die Gabel og það hnífurinn-das Messer. Ég efast samt um að mér takist að læra nema nokkur orð af þessum lista og þá ekki nema kynin. Ég á ábyggilega aldrei eftir að læra að skrifa þessi ósköp á þýsku.
Hjúkkuneminn vill fá að vita hvað Múmínálfarnir eru að gera með þýska málfræði en hún hefur greinilega ekki skoðað myndina af Snúði mjög vel.
Hér koma Múmínsáðinn og Múmínstelpan og þeirra greinir. Ég gleymdi fleirtölunni, það kallar á meiri myndskreytingar.

Ef maður má ekki hengja upp gula og bleika post-it límmiða eða A4 blöð með allavega litum texta, heima hjá dætrum sínum má kannski hengja upp sætar litlar Múmínálfamyndir.
Ég prófa það þegar ég kem heim.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég mana þig að hengja upp nokkrar múmínálfamiða hjá Elsu :)