28. ágúst 2010

Vörslumaður rigningar og þoku

Ég stóð vaktina yfir auðum skála, blautri jörð, köldum berjum og fjöllum sem földu sig í þokunni. Stundum létti þó til og þá sá ég að fjörðurinn er fallegur.

Ég ætla þangað aftur en áður en ég hugsa meira um það þarf ég að hrúga orðum á 5 blaðsíður og þau eiga að snúast mjög gáfulega um krosshliðið í Brekkukoti.
Ég á nóg af gáfulegum orðum en vantar skipulagshæfileikana til að raða þeim niður í réttu samhengi.





Ég kíkti svo í Hallormstaðaskóg á heimleiðinni, sá þar haug af hrútaberjum og tvo berserkjasveppi, alveg svakalega fallega og stóra. Ég sem hélt að þetta væru svona smásveppir, á stærð við golfkúli eða minni. Mér skjöplaðist.

Engin ummæli: