Það var einkennilega gaman að fá fyrsta fyrirlesturinn inn á netið í morgun og byrja að læra. Einkennilega af því ég er með stóran hnút í maganum, ábyggilega pelastik, og andateppu af kvíða fyrir verkefnaskilum. Ritgerðir, ritdómar, Moodlepróf, lestur og ljóðalestur og tveir til þrír íslenskuáfangar á fimm vikum! Samhliða þýskunámi.
Það eru spennandi vikur framundan og vinnuhelgin í skólanum lofar góðu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli