hefur ekki verið upp á marga fiska undnfarna daga og öll góð áform um betra líf renna út í sandinn þegar ég vakna og finn að ég er varla fær um að tölta hringinn í húsinu. Þegar ástandið er svona getur verið ágætt að setjast flötum beinum framan við bókahillurnar og taka til í þeim. Ég fann helling af bókum sem ég ætlaði einhverntíman að lesa.
Mér voru færð nokkur gömul blöð til að lesa í dag m.a DV sem var með úttekt á nýskipuðum umboðsmanni skuldara. Ég las og ég varð vægt til orða tekið hundfúl. Þetta embætti er of mörgum of mikils virði til að draga það svona ofan í spillingardrullufenið. Það breytist lítið í siðferði stjórnmálanna á Íslandi.
Ég hafði svo sem engann til að skeyta skapi mínu á en tvinnaði saman orðum sem eru ekki hafandi eftir. Orðalagið var þó miklu svæsnara en þetta smáræði sem aðstoðarmaður menntamálaráðherra skreytti tölupóstinn sinn með. Kötturinn opnaði annað augað, hann virtist vera innilega sammála þó hann segði ekki margt.
Á morgun ætla ég að vera eiturhress og vinna eins og skepna.
Og þar með er ég sest fyrir framan sjónvarpið
Engin ummæli:
Skrifa ummæli