8. ágúst 2010

Í sterku sólarljósi

verða allir skuggar dekkri en ella en það kemur ekki þessari færslu baun í bala við.
En „Nú er sólskin og sunnan vindur og Sörli ríður í garð“ sögn ein frænka mín í gamla daga þegar vel lá á henni í svona veðri og það svona hvarflaði að mér að raula þetta í morgun þegar ég labbaðið lítinn hring í hverfinu. Köngulærnar eru kátar á svona dögurm, ég fann það þegar ég gekk eftir gangstéttum og hafði bíla á aðra hönd en trén á hina. Þræðirnir sem lágu þar á milli voru oft í andlitshæð.
Í dag er sólskin og lítill vindur og ef mér tekst að skúbba frá reikningagerðinni ætla ég að skoða sveppagróðurinn i Heiðmörk og hlusta á Laxnes lesa Brekkukotsannál. Stephan G. og Jón Kalmann bíða til morguns, nema- skipulagsfundur skálavarða verði stuttur í kvöld. Þá kíki ég á ritgerðarskrif, þ.e. ef verkefnavinnufélagar mínir verða búinir að gefa grænt ljós á það hvort við skrifum um friðarsinnan, fjölskyldumanninn, fátækan erfiðismanninn, náttúruunnandann, ádeilumanninn á kreddur kirkju, skóla og menntahroka eða sjálfmenntaða heimspekinginn Stephan G Stephanssen. Við komum aldrei öllu þessu fyrir svo vit sé á svo ég vil velja eitt eða tvö atriði. Ég er farin að átta mig á hvers vegna ævisaga mannsins er í tveimur stórum bindum. Ekki það að margur skrifar ævisögu í mörgum bindum um minna efni, einhver sagði mér að þriðja bindi ævisögu Bubba væri á leiðinni. (þarna hefði máski mátt bæta inn „ólyginn sagði“).

Mikið er ég svo annars ánægð með að muna hvenig á að gera íslenskar gæsalappir á lyklaborðinu!
vinstri alt takkinn og 0132 og 0147 „“. „Rétt skal vera rétt og enska gæsalappir í íslenskri skrifræðu (orðaræðu) trufla mig“ sagði íslenskurasistinn. Hvað er annars íslenska orðið fyrir rasista?

1 ummæli:

elina sagði...

..ég kemst ekki á væntanlegan skálavarðafund þar sem ég verð að vinna í kvöld á hringbraut...

;o)