Uppfull af góðum áformum snaraðist ég fram úr rúminu í morgun og fann að ég var, ekki stálslegin en í mun betra ásigkomu lagi en undanfarnar morgna. Ég skellti mér í sturtu, það er gott að hugleiða daginn framundan undir heitri vatnsbunu og ég planaði námsbókalestur, vinnu (púff) og gönguferð seinnipartinn.
Þar sem ég stóð með sjámpóiði í hárinu niðursokkin í hugsanir um dugnað dagsins var baðherbergishurðinni hrint upp af talsverðu afli. Mér var frekar illa við, fór yfir það í huganum hverjir væru með lykla að húsinu en áttaði mig strax á því að ekkert þeirra færi að henda upp baðherbergishurðinni til að ónáða mig í sturtu.
Ég gægðist út úr sturtunni og við mér blöstu opnar dyr og handan þeirra stofuglugginn með útsýni út á götu, já og útsýni inn af götunni ef vegfarendur legðu sig fram um að horfa inn. Ekkert annað!
Hugsanir um yfirnáttúrulega krafta sem ráðast á baðherbergishurðir höfðu varla náð fótfestu í höfðinu á mér þegar ég sá að á þröskunlinum hnipraði sig saman reiðilegur, gráhvítur köttur og starði á mig. Ég hætti að hugsa um Psyco og Hitchcock enda er ekki plasthengi fyrir sturtunni hjá mér heldur hart plast skilrúm.
Kötturinn hvessi á mig augun og rak um mjálm sem tjáði örvæntingu þess sem ekki hefur fengið matarbita frá miðnætti. Ég ákvað að hundsa þessa kröfu, bað hann vinsamlegast að fara út og loka á eftir sér aftur því ég hefi ekki neinn áhuga á að vera í sturtu fyrir opnum tjöldum. Þetta væru nú ekki Landmannalaugar.
Hann lokaði ekki á eftir sér þegar hann fór út, og ég er ekki farin að framkvæma neitt af mínum góðu plönum, ég bara les og skrifa bloggpistla. Ég réttlæti það með því að ég sé að æfa mig í ensku fyrir ensku áfangann. Ekki það að ég haldi að ég sé að skrifa á ensku sko, ég les oft The Iceland Weather report og það getur verið ágætis æfing.
Hvænær ætli ég hafi tíma til að hafa myndakvöld fyrir sjónhringinn sem við ætluðum að stofna vinkonurnar? Í leshringjum lesa félagarnir svo ég ákvað að fyrir hringi sem horfa á bíómyndidr væri rétta orðið sjónhringur.
4 ummæli:
á sunnudagskvöldinu..... ?
Ekki í þessum mánuði sko. Sunnudagur er sveppa og þýskudagur og laugardagur er íslensku og kaffihúsasagur. Tölum saman í september :0
en við erum hvort sem er að fara að hittast á sunnudagskvöldi til að ræða nesti og ferðatilhugun.....
Æjjammjá, en ekki til að horfa á bíómynd sko. Það tekur of langan tíma. Við getum ef til vill mögulega fundið okkur tíma til að finna tíma eða þannig.
Ses
Skrifa ummæli