Ég skrapp í Undirhlíðar, nei ekki Undirheima, í daga og rýndi eftir sveppum. Ég fann slatta af kúalubbum og nokkra meira að segja nothæfa. Ég sá líka brúna barnaúlpu hangandi á trjágrein og þóttist finna kóngulóavefi strjúkast blíðlega um enni og kinnar þegar ég gekk inn á milli nokkura furutrjáa. Ég var voða fljót yfir á göngustíginn aftur. Þegar ég var sest í sófann heima hjá mér þóttist ég finna flugnatramp á gagnaugunum og gott ef ekki baggalútur eða könguló var farin að spinna sig niður af hægra eyranu. Kannski var hún að leyta að flugunni sem ég barði af öxlinni á mér um leið og ég kom inn. Ég gleypti hvoruga svo ég þarf ekki að gleypa fugl heldur.
Ég þarf að finna hvaða aukasvepp ég kom með heim en fyrst þarf ég að fara og sinna hvítum ketti sem fékk að vera enn heima yfir helgina.
Mig langar í nammi en er að hugsa um að láta það ekki eftir mér, mig langar til að taka mynd til að horfa á í kvöld en er að hugsa um að neita mér um það líka.
2 ummæli:
einhver meinlæstislifnaðarháttur í gangi ?
Jamm,það er meinlætalifnaður að neita sér um að gleypa mý, köngulær og fugla. Nammi er stórlega ofmetið, ananas kemur fyllilega í staðinn fyrir það og það var ágætis mynd í sjónvarpinu.
Skrifa ummæli