23. júlí 2010

Future works

Ég hef gengið um eins og stolt ungahæna og sagt vinum og vandamönnum frá því að litla barnið sé að fara í skóla í útlöndunum í haust. Mér hefur þó heldur en ekki vafist tunga um tönn þegar fólk fer að spyrja út í námsefnið hjá drengnum og hef lítið getað sagt annað en ,,ég man ekki alveg hvað það heitir en ég veit hvað skólinn heitir" Það segir lítið að skólinn heiti Future Works þegar enginn veit hvað er kennt þar svo nú ætla ég að gera bragabót og leita uppi heitið á námsbrautinni.
Þetta mun vera FdSc Visual Effects and Post Production ef minni svíkur mig ekki.

Svo er mér tjáð að það sé algjört möst að sjá Inception, ekki af því að Leonardo DiCaprio sé svo sætur heldur af því að það sé svo svakalega flott animation eða visual effect í henni. Hmm, ef ég misskildi ekki drenginn.



Engin ummæli: