Hingað til

Svo hófst ég handa við að skilgreina afrakstur dagsins en í sveppakverinu fann ekki nema eina tegund af þeim sem ég tíndi, fyrir utan einn Kúalubba sem ég þarf ekki að fletta upp.
Slímstautull eða Gomphidius glutinosus vex í barrskógum, oft margir saman í hóp stendur í bókinni góður og það stemmir við fundarstaðinn í dag. Undir gömlum barrtrjám var víða fullt af litlum slímugum sveppum og öðrum stærri minna slímugum. Allir voru þeir sítrónugu

Slímstautull er þakinn slímlagi sem nær yfir hattinn og undir fanirnar. Þetta er ekki mjög aðlaðandi eiginleiki sveppsins og óttalegt sullum bull að þrífa þetta af. Ungir sveppir eru ansi klístraðir en þeir eldri eru skárri, það þarf samt að hreinsa hatthúðina frá á þeim líka. Best er sjálfsagt að gera þetta um leið og tínt er svo þeir klístrist ekki allir út og suður í körfunni eð

Gisnar fanir sem ná langt niður á stafinn, ljósgráar fyrst og verða svo svartar eins og sést á myndinni. Flatur hattur á eldri sveppum, kúlulaga á yngri kynslóðinni. Stafurinn aðeins sveigður og eldri sveppirnir halla hattinum út á hlið eins og spjátrungur frá miðri siðustu öld.

Eftir slímuga og límuga sveppahreingerningu sem skilað bara þokkalega útlítandi sveppum, misstórum, var hrúgaði á ofngrindina og nú er þurkað við kaldan blástur í ofninum. Svo kemur í ljós hvort það er sítrónukeimur af þessum tveggja stjörnu matsveppi.
Ég tók engar myndir af Slímsveppunum í sínu náttúrlega umhverfi, það misfórst eitthvað að taka myndavélina með. Reyndar tók ég ekkert með sem alvöru sveppatínslumenn hafa með sér í svona ferðir. Ekki körfu, hníf eða bursta og sveppakverið lá á eldhúsborðinu í stað þess að notast sem handbók í ferðinni. Þess vegna var ég alsendis óviss um að vera að gera rétt þegar ég plokkaði upp þessar slímugu hnöttóttu kúlur. Plokkaði er ekki rétta orðið, maður tekur um sveppastafinn alveg niðri við jörð og snýr honum aðeins til að ná sveppinum upp með rót. Það sem við köllum svepp er nefnilega bara aldinið á sveppnum sem vex að mestu neðanjarðar og ef við brjótum aldinið af og skiljum eftir stubb af stafnum er hætta á að smit berist niður í neðanjarðar sveppinn og hann eyðileggist.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli