30. júlí 2010

Allir að flyja

Ég stjórnaði flutningum í dag. Byrjaði í næstu götu og sagði syninum fyrir verkum fór svo yfir Gjánna í kvöld og skipaði Tilvonandi hjúkkunni fyrir verkum. Verst hvað ég þurfti að bera mikið, ég er ekki rétt góð í bakinu eftir stjáklið.
Nú er ég komin með tvo meters háa hátalara á stofugólfið og þegar ég verð búin að tengja þá við græjurnar get ég spilað nágrannana út úr bílskúrnum. Til viðbótar við þá fékk ég fulla íþróttatösku af VHS spólum sem ég ætla að horfa á við tækifæri, ég tímdi ekki að láta hann gefa nokka gullmola s.s. Letal Wepon 1 og 3, The Fugitive, O Brother, Where Art Thou? og einhvern slatta sem ég man ekki nöfnin á í bili. Systir hans verður óskaplega glöð að fá þetta aftur í húsið, hún var bara búin að pressa á hann í þrjú ár eða um það bil að taka safnið. Til viðbótar við VHS spólurnar tókum við svo að okkur að geyma 2-3 hundruð titla af DVD diskum fyrir hann næstu 3 árin. Við þurfum sennilega ekki mikið á leigurnar á næstunni.
Ég á svo eftir að koma fatapoka í rauðakross gáminn og þar er ég tvístígandi líka, ég er svo veik fyrir flottum stuttermabolum og það er skrítið hvað strákabolirnir eru miklu flottari en stelpubolir. Að ég tali nú ekki um boli sem eru ætlaðir konum á sextugsaldri, alveg merkilegt hvað föt á fullorðnar konur geta verið ljót. Renndar hettupeysur með forynjumyndum fara hikstalaust í fataskápinn hjá mér og bolur sem stendur á Trust me I am a doctor gæti verið tilvalinn handa Hjúkkunemanum.
Talandi um Hjúkkunemann, henni er bara að takast að ganga frá öllu sínu dóti án minnar aðstoðar. Ekki tókst henni nú samt að losna alveg við mig, ég dreif mig til hennar þegar stráksi fór í vinnuna og lagði henni lífsreglurnar með það sem eftir var. Kenndi henni svo að rata um Kópavoginn það er ekki seinna vænna. Ætli ég hendi ekki með henni svolitlu af rusli í fyrramálið og hjálpi henni kannski með rest.
Gaman að þessu, ég ætlaði hvort sem er bara að vinna og vinna aðeins meira um helgina.

Engin ummæli: