Ég fékk martröð síðastliðna nótt. Ég sat við tölvuna og leitaði í tölvupóstinum mínum að einkuninni í stærðfræði 2. Það eina sem ég fann var prófið sjálft með dæmum og útreikningum og ég hafði reiknað allt vitlaust. Ég fann samt hvergi einkunina frá kennaranum svo ég gat ekki séð hvort ég þyrfti að mæta í endurupptökupróf. Ég vaknaði kófsveitt með hjartað í hálsinum hljóp í tölvuna og kíkti á skólapóstinn minn. Þar var bréf sem hafði verið sent kvöldi áður og ég þurfti ekki að leita í því út og suður til að sjá að ég náði prófinu. Ég kann greinilega meira en ég veit að ég kann og misskil ekki nærri því eins mikið og ég held.
Þá er ein einkun ókomin inn og ég fæ engar martraðir út af henni, ég þarf bara að muna eftir að tékka á einkunakassanum annað slagið.
30 einingar af 65 komnar í hús.
1 ummæli:
snillingur !!
við verðum að halda upp á þetta....
Skrifa ummæli