Ég fékk komment frá nafnlausum lesanda í dag og ég verð að viðurkenna að ég er dálítið hugsi. Ekki bara það að það fer örlítið í taugarnar á mér, og ekki er nú meira á þær leggjandi, að fólk sem hrósar blogginu mínu (ef ég skyldi þetta rétt) skuli ekki gera það undir nafni heldur, ég velti líka vöngum yfir þessu fornfálega ártali.
Allar þessar vangaveltur urðu til þess að ég kíkti á upphafsdaga þessarar síðu og sé að hún verður sex ára í sumar. Sex ár eru auðvitað svakalegur aldur hjá bloggsíðu, það er ekki hægt að neita því og þó Facebook notkunin hafi stórlega dregið úr ritþörf minni hér er ég samt enn að.
Ég kíkti á nokkrar færslur frá 2004 og sá í þeim helling af innsláttarvillum!
Stóra spurningin er, get ég still mig um að prófarkalesa allar færslurnar mínar frá upphafi?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli