5. febrúar 2010

Myndatökubirta

Ég þurfti að skreppa vestur í bæ með það sem sumir gleymdu í stofusófanum í morgun þegar þeir fóru í vinnuna.
Þegar ég var komin út á götu með útsýni yfir Keili sá ég að akkúrat í dag var myndatökubirta.
Ég sneri við og náði í myndavélina og hristi af henni rykið.
Tók svo eina mynd yfir bílskúrsþakið hjá nágrönnunum.



Kom svo við í Öskjuhlíðinni á heimleiðinni og smellti af nokkrum af mínu sígilda viðfangsefni.

Þessi er aðeins klippt og skorin

Og ég sá að Esjan var komin með hvítann koll.


Þegar ég kom heim komst ég að þeirri niðurstöðu að í ár væri rétti tíminn til að komast í skálavörslu í víkum eða fjörðum austur á landi.
Ég ætla að senda póst fljótlega því mér er sagt að færri komist að en vilja nú orðið.

2 ummæli:

elina sagði...

má ég koma með ?

Hafrún sagði...

Mátt þú vera að því?