1. febrúar 2010

Kirkjur hér og kirkjur það

Ég ætlaði að fara að segja að af skiljanlegum ástæðum væru kirkjur ofarlega í huga mér núna en fór svo að efast um þau orð. Eru það af skiljanlegum eða óskiljanlegum ástæðum sem mér verður hugsað til kirkna hér og þar í heiminum undanfarið?

Ég veit það ekki en einhverstaðar í kollinum á mér eru myndbrot og setningar tengdar kirkjum á ýmsum stöðum á ýmsum tímum. Þau vilja ekki lofa mér að gleyma sér, ekki hverfa hægt og hljótt út í gleymsku athyglisbrestsins eins og svo mart annað.

Ég sit á skólabekk í aflagðri kirkju og það fær mig til að hugsa aðrar kirkjur og hlutverk þeirra á mismundi tímum.
Kannski kem ég þessu saman í heillegan kafla einhverntíma. Núna þarf ég að búa mér til tímaskiplagningarblað svo ég tapi ekki áttum í kollinum á mér, í skóla og í vinnu.

Engin ummæli: