31. október 2009

Á starfslokasamningi


Það vekur upp blendnar tilfinningar að ganga frá á skrifborðinu og kveðja vinnufélagana síðasta vinnudaginn. Skrifborðið er LOKSINS orðið snyrtilegt, ég er dauðfegin að þurfa ekki að vinna síðast mánuðinn af uppsagnarfrestinum og að vera laus við þá vinnu sem ég er búin að vera að vinna undanfarin fögur ár. Samt er það skrýtin tilfinninga að þurfa ekki að mæta á nokkurn vinnustað eftir helgina og ég velti því fyrir mér hvort ég sé óþarflega kærulaus að vera ekki búin að leita með logandin ljósi að annar vinnu sem ég æti byrjað í sem allra fyrst.
,,Dagurinn í dag er morgundagurinn sem þú beiðst eftir í gær".. segir kínverkst spakmæli og með það í huga ákvað ég að snúa mér að því að hugsa um allt það sem ég hef frestað dag frá degi, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og alltaf haldið að ég hefði tíma til að sinna ekki seinna en á næsta ári eða eftir næstu vinnutörn. Ætli ég skuldi mér ekki það að láta reyna á hvort ég kemst af með vinnu sem ekki gerir eins miklar kröfur eða ég kemst upp með að eyða minni tíma í. Jafnvel þó ég þurfi að vera á bótum meðan ég næ aðeins áttum og kröftum. Heilsan er jú farin í ,,norður og niðurfallið" eins og Ronja ræningjadóttir hefði orðað það og ekki seinna vænna að ákveða hvort ég ætla að verða öryrki eða koma sjálfir mér á rétt spor aftur.
Ég hef eitthvað að gera á næstunni og eftir áramót bætist eitthvað við ef allt fer sem horfir og skólinn freistar mín þó ég hafi lofað mér því að gera slíkt aldrei aftur. Núna hlakka ég til að geta farið að læra það sem ég hef gaman að en ekki eitthvað sem kemur að góðum notum.
Allt hefur sinn tíma og nú er tími fyrir nýjar leiðir.

1 ummæli:

Gislina sagði...

Velkomin í hóp hinna kærulausu, þetta reddast allt, er það ekki bara gott mottó þessa daganna :-)
Njótu lífsins bara í smá tíma, átt það alveg skilið er það ekki bara :-)