Ég var að komast að því að það er ekki nóg að tína rifsber, stikilsber og sólber, það þarf líka að hreinsa þau, sérstaklega þegar þau eru tínd í rigningu. Það slæddust með allskonar aukahlutir sem mér fannst ekkert spennandi að sjóða í hlaup eða sultu. Svört, gul blaut og slepjuleg blöð af runnum og trjám, roðamaur og fleira sem hljóp um ílát og ber og meira að segja leyndist einn snigill á fötubotninum. Það tók dágóðan tíma að fara í gefnum afrakstur tínslunnar og hreynsa það sem ég vildi hreynsa út og nú, þegar ég er búin að hanga á netinu við upplýsingaöflun er ég búin að komast að því að sólber og stikilsber eru handeruð á annan hátt en rifsber. Svo komst ég að því að mig vantar sykur til að sjóða með berjunum og síðan vantar krukkur. Helst vill maður setja rifsberjahlaup í litlar fallegar krukkur en þær fyrirfinnast ekki á mínu heimili.
Ég þarf að gera tilraun með eplahlaup og piparminntuhlaup.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli