25. ágúst 2009

einu sinni var

heimurinn tölvulaus, sjónvarpslaus og jafnvel útvarpslaus en útvarpsleysið var fyrir mína tíð svo ég veit ekkert hvernig var að lifa lífinu án þess að fá fréttir af lands- og heimsmálunum reglulega.
Hitt veit ég að ég hafði mun meiri tíma aflögu meðan sjónvarpið tók sér sumarfrí í einn mánuð á ári og að ég tali nú ekki um áður en tölvur komu inn á heimilið. Nú kem ég litlu í verk sem ekki er gert gegnum tölvu.
Tölvan sem ég hef haft til afnota undanfarna mánuði er biluð, allar myndirnar mínar eru á henni og fullt af öðrum gögnum sem ekki eru geymd annar staðar.

Ég efast um að ég hafi það af að fá mér morgungöngu í fyrramálið. Næturbrölt er ekki góður grunnur fyrir svoleiðis.

  1. Ósvinnur maður
    vakir um allar nætur
    og hyggur að hvívetna.
    Þá er móður
    er að morgni kemur.
    Allt er víl sem var.

Engin ummæli: