Hitt veit ég að ég hafði mun meiri tíma aflögu meðan sjónvarpið tók sér sumarfrí í einn mánuð á ári og að ég tali nú ekki um áður en tölvur komu inn á heimilið. Nú kem ég litlu í verk sem ekki er gert gegnum tölvu.
Tölvan sem ég hef haft til afnota undanfarna mánuði er biluð, allar myndirnar mínar eru á henni og fullt af öðrum gögnum sem ekki eru geymd annar staðar.
Ég efast um að ég hafi það af að fá mér morgungöngu í fyrramálið. Næturbrölt er ekki góður grunnur fyrir svoleiðis.
- Ósvinnur maður
- vakir um allar nætur
- og hyggur að hvívetna.
- Þá er móður
- er að morgni kemur.
- Allt er víl sem var.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli