7. júní 2009

Stefnir í annasama viku

Á morgun þarf ég að fara niður í Domus í röntgen, á þriðjudag held ég að ég eigi að mæta í Krabbameinsfélaginu og í Gigtarfélaginu á miðvikudag en ég ætla að taka einn dag í einu. Má bara ekki gleyma að hringja til að vita hvenær tíminn minn er, ég held ég hafi ekki skrifað hann rétt inn.
Þessi þrastarungi var síðastur úr hreiðrinu sem liggur á bita hátt uppi í hlöðurjáfri. Honum tókst ekki að fljúga upp aftur enda löng leið og ekki á færi hálffleygra, grálúsugra þrastarunga. Honum var hent út eins og bræðrum hans og systrum og vonandi hafa foreldrarnir annast hann þar.

Engin ummæli: