2. maí 2009

Vormenning og vinamót

Ég lagði malbik undir dekk og ók vestur í bæ. Eins og mín er von og vísa misminnti mig um húsnumer og gekk og ók hringinn í kringum Seljaveg 2. Þegar ég fann ekki það sem ég leitaði að þar hélt ég áfram vestur Seljaveginn og fljótlega sá ég hús sem ég þóttist þekkja af mynd sem ég hafði séð á Facebook. Þar rambaði ég á húsið sem er leigt listamönnum undir vinnustofur og þar með var tilgangi ferðarinnar náð.








Eftir listarölt er bráðnauðsynlegt að fá gott kaffi og það fengum við með meðlæti á Ásvallagötunni.


Ég var nýbúin að hlaða batterýið í myndavélinni og er smá saman að átta mig á því að ef hún er ekki meðferðis tekur enginn myndir á hana svo ég smellti af í allar áttir. Listamenn og listaverk, fólk og kleinur. Þetta var góður dagur loksins þegar ég drattaðist af stað en með þessu áframhaldi verð ég ekki beysin bógur í fyrramálið þegar á að leggja af stað í ferðina þvers og kruss um Reykjanesið.
Eitthvað vilja myndirnar ekki raðast hér upp eins og ég vil en ég veit af reynslunni að það getur tekið mig klukkutíma að setja þær inn aftur og aftur til að fá þær ,,réttar" inn svo ég ætla að sleppa tökunum á þessu máli í kvöld.

Engin ummæli: