9. maí 2009

Laugardagur


Snemma á laugardagsmorgni vaknar maður, tekur tíma í að átta sig á hvaða dagur er og að það sé ekki vinna. Brosir svo sælubrosi um leið og maður snýr sér á hina hliðina til að halda áfram að sofa.
Þá eru sjálfsögð réttindi vinnuþræla að þurfa ekki að vakna aftur og aftur við fiskiflugusuð.
Samviskulaus henti ég fiskiflugu út í kuldann í morgun og er að hugsa um að gera aðra tilraun til að ferðast um draumalandið.

Engin ummæli: