10. maí 2009

Hrekklaus

Ég skoðaði mbl.is eins og aðir landsmenn þegar það flutti okkur fréttir af hvítabirni norður við Hofsós. Meira að segja myndir af dýrinu höfðu verið sendar til Morgunblaðsins og fylgdu fréttinni.
Eitthvað fannst mér skrítið veðurfarið og snjóalögin fyrir norðan því á annari myndinni var dýrið á auðri jörð þó það væru snjóskaflar í kring en á hinni var alhvít jörð og nærri ökladjúpur snjór.
Það fyrsta sem hvarflaði að mér var að myndirnar væru falsaðar en ég hristi þá hugsun úr kollinum sannfærð um að svona gerðu menn ekki.
Seinna kom í ljós að mér er amk stundum óhætt að treysta hugboðum mínum.

Flugfélagið setti inn 3000 ódýrar flugferðir í sölu fyrir helgina og ég er búin að bóka flug í Egilstaði eldsnemma að morgni 17. júní og aftur til baka 22. júní.

Kannski ég tékki á ódýru flugi til Grímseyjar.

Engin ummæli: